Heitur blástur
Meðan kornöxin drúpa höfði
og bíða dögunar þögul í vindinum
tek ég flugið og vex með nóttunni

hátt upp berst ég
með heitum blæstri þínum
og tvístrast sem biðukolla
á vindum alsælunnar
stjórnlaus

en er akurinn vaknar við skýfall morgunsins
og töfrum dimmunnar sleppir
skríð ég aftur inní sjálfan mig
úr munni þínum
máttvana
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni