Kvöldstund í köldu rúmi
Ligg í rúminu einn
fullur af þrá
tómur.

Rúmið hitnar hægt
og líkaminn er leiður
á sjálfum sér.

Hugurinn hræðist
tilfinningar annarra og
kvelur því sínar.

Hjartað heldur sig frá
enda hálf virkt
eða óvirkt.

Komið er að því
að liggja einn og kaldur
hlægjandi tómur.  
Andri Karl
1982 - ...
24. október 2000


Ljóð eftir Andra Karl

Langstökk
Nótt
Kvöldstund í köldu rúmi
Eftir á dagskrá
Óholl er höfnunin
Skókaup
Skátar og glaumur gleðinnar
Veður I
Í næfurþunnum nælonbuxum