Óð til magans
Ó magi
Hví kvelur þú mig svo?
Þú hefur fylgt mér
Fyrir minn fyrsta dag
Er það ég?
Rifrildið um daginn?
Þú gefur mér stingi og krampa
Hvern einasta dag
Þótt ég borði
Eða ekki
Þá ertu alltaf að kvarta
Þú þenst út
Og grennst
Hver munbiti
Gerir þig stóran
Ertu of góður fyrir mig?
Eða er ég ekki nógu góð við þig?
Þú ert svo afmyndaður
Í formi og lögun
Get ekki leyft almúga
Að sjá þig svona..
Ó magi
Hví kvelur þú mig svo?  
Ingunn Róbertsdóttir
Um magann minn, sem gerir mig brjálaða.. [2006]


Ljóð eftir Ingunni

Ég vil...
Einmanna
Brjálæði...
Hver?
Trúleysi
Erfiður Dagur
Amma
Innihaldslaust..
Andstæða..
Óð til magans
?
Á ný
"án titils"
Tilraun til ljóðs
Lykt
Fífl.
Segjum svo.
Ó Kormákur