Einhver
Einhver
hefur deytt blómið
er stóð í glugga mínum
og blómstraði í átt til götunnar
svo þú gætir notið þess

Einhver
hefur borið mér þá fregn
að lífið sé á enda
alheimurinn sé að lokum kominn
mannssálin sjálf sé að deyja

Einhver
segir mér að berjast
eyðileggingarmætti mannsins
illsku mannkynsins
sjálfri mér  
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?