Píslargangan
Þú ert sem raunagyðjan sjálf
sviplaus og gegnsæ
mött - eins og áfallið gler
sem hefur slípast
í harðneskju heimsins

Óréttlætið hefur bundið þér Helskó
dæmt þig og svívirt
án forsendu eða miskunnar
líkt og forðum
mannkynið krist  
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?