

Þú ert sem raunagyðjan sjálf
sviplaus og gegnsæ
mött - eins og áfallið gler
sem hefur slípast
í harðneskju heimsins
Óréttlætið hefur bundið þér Helskó
dæmt þig og svívirt
án forsendu eða miskunnar
líkt og forðum
mannkynið krist
sviplaus og gegnsæ
mött - eins og áfallið gler
sem hefur slípast
í harðneskju heimsins
Óréttlætið hefur bundið þér Helskó
dæmt þig og svívirt
án forsendu eða miskunnar
líkt og forðum
mannkynið krist