Þúsund afsakanir
Ef ég skrifa
ljóð
sem kafar dýpst
ofaní sálartetrið
mitt.

Er ég viss um
að ég sé að troða
eigin eymd
á hvern þann
sem álpast til að
lesa það.

Því mér finnst
ég alltaf þurfa
að biðjast afsökunar
á öllu sem ég geri.
Öllu sem ég segi.
Hrædd um að verða
mér til minnkunar.
 
draumsýn
1984 - ...


Ljóð eftir draumsýn

draumur
Án efa
Smáskilaboð
táradalur
sálarplástur
Væmni
Örvilnun
Ást. Held ég.
Strand
Þúsund afsakanir
Gjuggíborg
Þú sprengdir bubbluna mína
Pírumpár