

Meðan kornöxin drúpa höfði
og bíða dögunar þögul í vindinum
tek ég flugið og vex með nóttunni
hátt upp berst ég
með heitum blæstri þínum
og tvístrast sem biðukolla
á vindum alsælunnar
stjórnlaus
en er akurinn vaknar við skýfall morgunsins
og töfrum dimmunnar sleppir
skríð ég aftur inní sjálfan mig
úr munni þínum
máttvana
og bíða dögunar þögul í vindinum
tek ég flugið og vex með nóttunni
hátt upp berst ég
með heitum blæstri þínum
og tvístrast sem biðukolla
á vindum alsælunnar
stjórnlaus
en er akurinn vaknar við skýfall morgunsins
og töfrum dimmunnar sleppir
skríð ég aftur inní sjálfan mig
úr munni þínum
máttvana