

Sem örsmár dropi
í haf tímans
líður augnablikið um huga mér
er ég horfi á skipin er sigla að morgni
reisa segl sín við höfnina
og kasta kveðju sinni
á sofandi bæinn
meðan gullinn andvari dagrenningar
líður eins og draumkennd slæða
yfir fjöllin er gæta þessarar stundar
og sólin breiðir hæglát
geisla sína yfir hafið
allt til ystu marka
sjóndeildarhringsins
í haf tímans
líður augnablikið um huga mér
er ég horfi á skipin er sigla að morgni
reisa segl sín við höfnina
og kasta kveðju sinni
á sofandi bæinn
meðan gullinn andvari dagrenningar
líður eins og draumkennd slæða
yfir fjöllin er gæta þessarar stundar
og sólin breiðir hæglát
geisla sína yfir hafið
allt til ystu marka
sjóndeildarhringsins