viii.
Æ, orðin gúlpast
útúr mér
líkt og taktlaus hviða
yfir saltan sjó.

Og á gömlum bát
róir gamall maður
í áttina að engu.

Já, orð mín drukkna
líkt og gamli maðurinn
í gamla bátnum,
á meðan sólin gyllir hafið
eitt tímansbrot.




 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum