kryddjurtir í regni
Og ormarnir
skriðu um sál mína

líktog liturinn grænn
umhverfis grasið

þeir nörtuðu hana í sundur
á meðan bláeygð stúlka
krítaði á vota stéttina.

Þeir átu sálina í tvennt
ásamt salti og ýmsum kryddjurtum

og stúlkan krítaði mynd af mér
með tálbláu augunum sínum.

 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum