Í Reykjavík
Innan um
tignarleg bárujárnshúsin
stendur gleymdur tindáti.
Og dreyminn köttur
sem tilbiður guð sinn
læðist þar hjá.

Gömul hjón
með gamla poka
ganga varlega
upp gamalt stræti.
Á meðan döpur stúlka
drýpur höfði
og skoðar litlu-tá.

Og andgustur andvarans
hreyfir vart við hári
tindátans; einn stakan morgun
í borginni reikjavík.

(ég meina reykjavík)
 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum