ix.
Einóma gleði mín
bylgjast líkt og
gára í læk.

Tvíhneppt bros mitt
teygar ljósið líkt og
svangur broddgöltur.

Léttleiki minn svífur
líkt og stillt ský
í glæru roki.

Og sólin kyssir vanga minn,
sem ég geng inní Vesturbæinn
raulandi mitt gleðiljóð.
 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum