Gleðivísa
Jú mannkynið ráfar aleitt um kalt eyðilandið.
Guð farinn og tra la la.
En mér líður samt alveg fine.
Halla mér aftur, lygni aftur augum,
nýt bara lífsins, drekk meira wein
glugg glugg glugg jörðin á ruslahaugum!
glugg glugg glugg jörðin á ruslahaugum!
syng ég lágt og lygni aftur augum.
 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum