xiii.
Í miðbænum
býr köttur
sem spilar vist.

Og gömul kona
sem hugsar um það
sem hún hefur misst.

Í miðbænum
búa skrítnir álfar
og moldarbrún tröll.
Og líka
einmana páfagaukur
í gylltri höll.

Í miðbænum
festast flugurnar
í krómuðum vef

á meðan ég
ligg á götunni
og sef.

 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum