xi.
Í bílkeyrðum vafa
líktog rör í trópísafa:

Sit ég við sjóinn
og sötra í mig saltaðan vindinn.

Einsamall máfur syndir baksund
við Kollafjörðinn
og leyfir sólinni að gylla gogg sinn.

Skyndilega kemur tryllt ær,
hlaupandi niður Sæbrautina
og stingur sér ofaní hafið,
svo Esjan skellihlær.

Ég veit lítið um ólympískar
dýfingar, en ég myndi gefa henni
9,36.






 
Óttar Martin Norðfjörð
1980 - ...


Ljóð eftir Óttar

iii.
iv.
v.
vi.
vii.
viii.
ix.
x.
xi.
xii.
xiii.
Í Reykjavík
kryddjurtir í regni
smáljóð
Gleðivísa
Í miðbænum