

Í miðbænum
býr köttur
sem spilar vist.
Og gömul kona
sem hugsar um það
sem hún hefur misst.
Í miðbænum
búa skrítnir álfar
og moldarbrún tröll.
Og líka
einmana páfagaukur
í gylltri höll.
Í miðbænum
festast flugurnar
í krómuðum vef
á meðan ég
ligg á götunni
og sef.
býr köttur
sem spilar vist.
Og gömul kona
sem hugsar um það
sem hún hefur misst.
Í miðbænum
búa skrítnir álfar
og moldarbrún tröll.
Og líka
einmana páfagaukur
í gylltri höll.
Í miðbænum
festast flugurnar
í krómuðum vef
á meðan ég
ligg á götunni
og sef.