faðir vor?
þarna stendur skuggi af manni,
sem átti að huga að barnæsku minni
ég get hans ekki saknað,
aðeins séð hann og vaknað.

lítið barn sem ekki skilur
bælir tárin og reiðina dylur
það óskar þess að vera einhvers virði
en þú situr aðgerðarlaus í Hafnarfirði.

en nú er ég eldri og óska þér-
samúðar, því að þú misstir af mér
því nú er ég vaxin og orðin ég sjálf
og heyri ekki þitt innantóma orðagjálf

nú veit ég hvað á ekki að gera
og hvað ég ætla börnunum mínum að vera
ég get bara notað það sem ég lærði af þér
takk fyrir pabbi, en þú missir af mér.  
SigrunR.G.
1986 - ...


Ljóð eftir SigrunuR.G.

Ég lifi
faðir vor?
Fallegar lygar
vonin hógværa
sálin sem fór á stjá
kveðja
systur tvær
Til...
aðeins ég veit
Nobody special
hver ertu?