aðeins ég veit
þú færðir í líf mitt ljósið bjarta
en nú hniprast ég ein í dimmunni
ég ber á baki mér sorgina
ein og yfirgefin
og tárin renna líkt og fljót

í draumi og vöku varstu líf mitt
en nú blasir martröðin ein við
með þér var eilífðin aðeins smá stund
ég og þú við vorum eitt
en núna er ég ekki neitt

aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að dagurinn byrji þér við hlið
en það er allt minning þegar ég vakna

því að aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að heyra þig bjóða góða nótt
ef aðeins ég bara fengi aftur
eina næturstund þér við hlið  
SigrunR.G.
1986 - ...


Ljóð eftir SigrunuR.G.

Ég lifi
faðir vor?
Fallegar lygar
vonin hógværa
sálin sem fór á stjá
kveðja
systur tvær
Til...
aðeins ég veit
Nobody special
hver ertu?