Fallegar lygar
Fallegar lygar
eru og verða alltaf lygar
Sannleikurinn er sár
en nauðsynlegur
Hangandi í lausu lofti
fjöður sem fellur
án þess að nálgast jörðina
fellur til jarðar hægt og bítandi
án þess að nokkuð breytist
Ekkert nema bitur óvissan
Hent á loft
án vissu um lendingu
vissu um öryggi
án alls
-nema óvissunar
fallegar lygar tryggja ekkert
ekkert nema efa og óvissu.  
SigrunR.G.
1986 - ...


Ljóð eftir SigrunuR.G.

Ég lifi
faðir vor?
Fallegar lygar
vonin hógværa
sálin sem fór á stjá
kveðja
systur tvær
Til...
aðeins ég veit
Nobody special
hver ertu?