-Að liggja aleinn
Opna augun og
lít til hliðar
hin hlið rúmsins er ósnert

stari á loftið
og legg hönd mína
á tómu hlið rúmsins

það væri ekki slæmt
að hönd mín myndi
snerta stúlku

ég myndi ekki kvarta
en er samt sáttur við
að svona stundir gerast
æ sjaldnar

að liggja aleinn er gott
því þá ýtir engin við mér
eða stelur af mér sænginni

 
Þursi
1981 - ...


Ljóð eftir Þursa

Gilitrutt
#Miðaldir
#Myrkfælna skrímslið
Púsluspil
-Að liggja aleinn
!Sjón móður minnar
!Aftur til fortíðar
!Af klámi má læra