Gilitrutt
Karl átti konu sem var sko löt
enn úr ullinni búa átti til föt
og hlutverki sínu hún aldrei vel sinnti
og karlgreyið oft það hana á minnti.

Svo dag einn stóra kerlingu bar að
og konan um hjálp hana bað.
Spurði hvort fyrir sig hún vildi vinna
því ekki kynni hún úr ullinni að spinna.

Kerlingin sagðist glöð það vilja
en eitt yrði hún samt að skilja.
Að upp á nafni hennar hún þurfi að geta
og fyrir sumar annars myndi hún hana éta.

Ráðvillt konan var nú orðin
og kerlingin með ullina var löngu horfin.
Karli sínum hún frá þessu sagði
en hann settist bara niður og þagði.

Einn dag karlinn hélt upp til fjalla
heyrði þar úr gili einu einhvern kalla.
Gekk þangað og sá þar stóru kerlinguna
hrópa nafn sitt og það yrði hann að muna.

Hélt hann heim án þess að nafninu gleyma,
ritaði það á miða og bað konuna að geyma.
Veturinn leið og kerlingin kom svo aftur,
barði að dyrum og í höggunum var kraftur.

Spurði hún um nafn og varð fljót að því,
svaraði þá konan með nafninu Signý.
Ekki rétt, en spurði hvort Ása það væri?
Rangt, en hún átti nú eftir eitt tækifæri.

Spurði konan hvort Gilitrutt væri rétt
og varð kerling svo brugðið við þá frétt,
féll hún í gólfið en lá þar stutt
fór svo burt því nafn hennar Gilitrutt.  
Þursi
1981 - ...


Ljóð eftir Þursa

Gilitrutt
#Miðaldir
#Myrkfælna skrímslið
Púsluspil
-Að liggja aleinn
!Sjón móður minnar
!Aftur til fortíðar
!Af klámi má læra