aðeins ég veit
þú færðir í líf mitt ljósið bjarta
en nú hniprast ég ein í dimmunni
ég ber á baki mér sorgina
ein og yfirgefin
og tárin renna líkt og fljót
í draumi og vöku varstu líf mitt
en nú blasir martröðin ein við
með þér var eilífðin aðeins smá stund
ég og þú við vorum eitt
en núna er ég ekki neitt
aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að dagurinn byrji þér við hlið
en það er allt minning þegar ég vakna
því að aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að heyra þig bjóða góða nótt
ef aðeins ég bara fengi aftur
eina næturstund þér við hlið
en nú hniprast ég ein í dimmunni
ég ber á baki mér sorgina
ein og yfirgefin
og tárin renna líkt og fljót
í draumi og vöku varstu líf mitt
en nú blasir martröðin ein við
með þér var eilífðin aðeins smá stund
ég og þú við vorum eitt
en núna er ég ekki neitt
aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að dagurinn byrji þér við hlið
en það er allt minning þegar ég vakna
því að aðeins ég ein veit hve sárt ég sakna
að heyra þig bjóða góða nótt
ef aðeins ég bara fengi aftur
eina næturstund þér við hlið