

Tvíhenntur, þvermóðskan skyggir á heimssýn mína.
Ákafur, klifra mér leið inn í heim dirfskunnar.
Sólin skín, á bak mitt og brennir.
Ég er fyrndin.
Sífellt ærnari. Sífellt háværari. Sífellt verri og betri á sama tíma.
Klukkan tifar og sekúndurnar fjara út.
Ég og eilífðin eigum ekki samleið.
Ákafur, klifra mér leið inn í heim dirfskunnar.
Sólin skín, á bak mitt og brennir.
Ég er fyrndin.
Sífellt ærnari. Sífellt háværari. Sífellt verri og betri á sama tíma.
Klukkan tifar og sekúndurnar fjara út.
Ég og eilífðin eigum ekki samleið.