

Innan um
tignarleg bárujárnshúsin
stendur gleymdur tindáti.
Og dreyminn köttur
sem tilbiður guð sinn
læðist þar hjá.
Gömul hjón
með gamla poka
ganga varlega
upp gamalt stræti.
Á meðan döpur stúlka
drýpur höfði
og skoðar litlu-tá.
Og andgustur andvarans
hreyfir vart við hári
tindátans; einn stakan morgun
í borginni reikjavík.
(ég meina reykjavík)
tignarleg bárujárnshúsin
stendur gleymdur tindáti.
Og dreyminn köttur
sem tilbiður guð sinn
læðist þar hjá.
Gömul hjón
með gamla poka
ganga varlega
upp gamalt stræti.
Á meðan döpur stúlka
drýpur höfði
og skoðar litlu-tá.
Og andgustur andvarans
hreyfir vart við hári
tindátans; einn stakan morgun
í borginni reikjavík.
(ég meina reykjavík)