Óður til hennar
Þú varst mér svo góð,

alltaf svo yndisleg og rjóð.

Stafurinn þinn gegndi

mörgum hlutverkum.

Göngutúrarnir voru okkar tími.

Kleinur og pönnsur okkar matur.

Prjón og föndur okkar gaman.

Hádegisfréttirnar, Nágrannar og heklaðir innkaupapokar.

Alltaf saman.

Ég var þinn klettur

og þú varst minn.

Þú kenndir mér allt

sem ég kann.

Að lesa, að skrifa,

að elska og lifa.

Ég mun aldrei gleyma þér.

Þín Nafna

Sigrún  
Dorothea
1985 - ...


Ljóð eftir Dorotheu

Óður til hennar
Vorið
The big question
Þegar ég sá þig
Ein
Óveður
Fyrsti kossinn
Hin óendanlega vinna
Einn hring enn
Einbúi
Aðdáandi nr. 1?
Sagan af grísunum
Sársauki
Aðdáandi nr.2?
Heimsendir
Karlmenn