Sagan af grísunum
Einu sinni voru þrír litlir grísir sem bjuggu hjá móður sinni.
Einn dagin ákváðu þeir að flytja að heiman.

Einn flutti í hús byggt úr hálmi.
Úlfurinn kom og blés það um koll og át síðan grísinn.

Næsti flutti í hús byggt úr greinum.
Úlfurinn kom og blés það um koll og át síðan grísinn.

Þriðji flutti í hús byggt úr múrsteinum.
Úlfurinn kom og blés það um koll.
Eða reyndi að blása það um koll.
Hann blés og blés og blés en ekkert gerðist.
Síðan dó hann úr súrefnisskorti.

Þá kom í ljós að þetta var alls ekkert úlfur.
Þetta var grísamamma í úlfagæru. Hún vildi ekki að grísirnir þrír flyttu að heiman.

Boðskapur sögunnar??

Flytjum aldrei að heiman, það boðar aðeins ósköp!  
Dorothea
1985 - ...
ætli móðir mín yrði sammála?


Ljóð eftir Dorotheu

Óður til hennar
Vorið
The big question
Þegar ég sá þig
Ein
Óveður
Fyrsti kossinn
Hin óendanlega vinna
Einn hring enn
Einbúi
Aðdáandi nr. 1?
Sagan af grísunum
Sársauki
Aðdáandi nr.2?
Heimsendir
Karlmenn