BSÍ
Molnað brauð er vegur að baki.
Myglaðar mylsnur í annarra vösum.

Snjáðir fingur við skakkar varir.
Situr hnípinn, frakkinn stór.
Tóbakstennur, slitnir skór.

Gjóir sljóum augum hina.
Sýpur hér á meðal vina.
Grettir sig, með herkjum kyngir,
stingur flösku í flýti niður.
Hristir hausinn, þurrkar stút.
Hendir miða, stumrar út.

Tafsar,tuldrar,bölvar,blótar.
Lemur,öskrar,rífst og hótar.
Í rænuleysi götu gengur,
strokumaður,saklaus drengur.

Snjórinn hylmir gráleitt strætið,
glasið gleypir gleði og sorg.
Í gegnum slyddu í gegnum skafla,
nístir hávært,hlandblautt org.

Í Hvílugarði hnígur grætur.
Kastar kveðju á konu og dætur.
Nakinn hvíslar aumur raftur
Ekki meira, aldrei aftur.  
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík