Dalli afi
Sáttur söngstu
mér eilífðarvísu
í æsku

Leiddir mig
þá svangan til veislu
og smurðir hunangi
á hversdaginn

Saupst
af ró
úr sólríku
stundaglasi

Kveiktir
þér í elli
og naust saðningar
í sarpi daganna

Fylgdir að lokum
litríkum reyknum
til lofts  
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík