Uppgjöf
Birtan flökti og hökti,
glýja í augum og grjót undir fótum.
Einmana biður á veraldarmótum.
Úr læðunni stígur grátandi stelpa.
Droparnir sitra og á hana stirnir.
Glennir greipar,grípur um brjóstið,
og sökkvir nöguðum nöglum í skinnið.
Rífur út hjartað, sem þrútnar og hnígur
og biðlar til guðsins
sem vægðarlaust lýgur.

Litlar tennur læsast í vöðvann.
Hún nærist og nærist, æsist og ærist.
Hún stekkur um hálsinn
og kjassar af heift.
Tennur skellast,tennur brotna.
Gómar gliðna,augu rotna,
varir rifna,tungur springa,
spýjan svíðir, sárin stinga.

Líflausir falla fingur á gólf,
úr munnvikum slefan, úr eyrunum blóð.
Rökkrið hvískrar og umlykur þann,
sem borinn var api en breyttist í mann.
Hægt skríður klukkan aftur í kok
og kúldrast þar fram í sögulok.
 
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík