Óskað til tunglsins
Manstu kvöldið í tunglinu?
Ég við tjörnina,þú úti á götu.
Ég í sófanum en þú annarsstaðar.
Það breytti engu hvar við vorum.
Við vorum- Saman.

Manstu kvöldið uppi við vitann?
Í myrkri á aðfangadagskvöld.
Allir farnir að sofa nema við.
Við gerðum eitthvað annað.
Við vorum- Saman.

Manstu morguninn Við tjörnina?
Manstu mig, eins og ég man þig?
Fannstu eitthvað nýtt?.
Eitthvað sem hræðir og bræðir í senn.
Ég fann- Það.

Ég held að ég sé
fullur af von.
Ég held ég sé glaður.
En ég held svo margt.
En ég veit þó eitt..

að ég elska þig!

Tunglið mitt.
 
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík