maður og fugl
Nýfallin spor
í húmgrasinu,
garðurinn lyktar
af syfju.

Laufið sviptist
á loft
og sundrast
á flótta.

Það stirnir á grjót,
sem glóir
og fangar
um stund
athygli
svífandi hrafns.  
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík