Í nóttinni
Gatan við gluggann
ískrar og rymur
Beinaber búkur bærist,
snýst og stynur.

Ljósin úr glugganum
gæða bera veggina
nýjum lit.

Varlega fálma
loðnir fætur
eftir grófu gólfi.

Höndin nötrar
er hún rýfur vatnið,
og augnablik
sindra
og sundrast.

Skeggjað barn
lygnir votum augum,
og mjakar sér í þögn,
ofan í ylvolgt
baðvatnið.  
Sveinn Ólafur Gunnarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Svein Ólaf Gunnarsson

BSÍ
Í nóttinni
Uppgjöf
þannig
maður og fugl
Hvörf
Dalli afi
ást
mamma
Óskað til tunglsins
Aftur fyrir endann á nóttunni
Þannig 2
Klassík