

Sáttur söngstu
mér eilífðarvísu
í æsku
Leiddir mig
þá svangan til veislu
og smurðir hunangi
á hversdaginn
Saupst
af ró
úr sólríku
stundaglasi
Kveiktir
þér í elli
og naust saðningar
í sarpi daganna
Fylgdir að lokum
litríkum reyknum
til lofts
mér eilífðarvísu
í æsku
Leiddir mig
þá svangan til veislu
og smurðir hunangi
á hversdaginn
Saupst
af ró
úr sólríku
stundaglasi
Kveiktir
þér í elli
og naust saðningar
í sarpi daganna
Fylgdir að lokum
litríkum reyknum
til lofts