Óraunverulegar konur
Sitjandi við lampan
allur þreyttur laus við glauminn
lunkinn við dömurnar, óraunverulegar
með skuldir í skónum
og bólur í hausnum
naga skít af óþekktum íslendingum af nöglum mínum
annars staðar
annar eins
önnur eins, vonandi sæt
ég verð að fá gleraugu
sitja og standa með þeim
segja já auðvitað og þurrka af þeim móðuna
djöfulsins sjónin
fuglarnir sem ljúga halda að ég noti gleraugu
því þeir lesa aðeins óskir mínar
en þeir vita ekki að það eina sem ég sé er að þeir eru að ljúga
Afhverju get ég fullur af andagift
hlaupið í æðiskasti upp skólavörðustíginn
bara vegna þess að ég held að ég sé
loksins orðinn frjáls
svo kemur Hallgrímskirkjan á móti mér og segir:
Í mér geturðu grátið, hlegið,
legið og látið
lífið
en frjáls verðuru ekki
ekki nema að þú hættir að
hlaupa svona eins og einhver djöfulsins asni.
Ég sný við og leyfi hjartanu að jafna sig
á meðan ég hamast við að elska
skólavörðurstíginn
Svo kem ég heim og fer í bað
þar sem ég fleyti mér á andagiftinni um stund
þangað til ég sturta henni niður
og þurrka af mér sjarman
sest niður og fer að hugsa á ný um
leikni mína
við óraunverulegar konur.