Beiðni
Fyrirgefðu mér
Elsku penni
Ég reyndi að nálgast þig
Ég speglaði mig í diskókúlunum
Ég tilrakaði á mér yfirvaraskeggið
Ég losaði mig við kynferðislegar fýsnir
En ég hafði ekki hugmynd um þig
Og af virðingu við þig þá þorði ég ekki að labba beint upp að þér og spyrja.
Hver ertu og hvað viltu að ég geri við þig, viltu að ég geri eitthvað við þig?
Þess vegna datt mér í hug að spyrja kaffið, og kaffið var sko alveg til í að tala en það vildi ekki svara mér strax svo það endaði með því að við skeggræddum um þig þangað til ég gjörsamlega kláraði kaffið.
Þá vissi ég hvað þú vildir
Þá vissi ég hvernig ég gæti lagt þig í bæli mitt
Þá vissi ég hvernig væri hægt að spyrja þig og fá speglun
En það var of seint
Kaffið sat eins og djöfullin sjálfur í fórum mínum og sagði
Ég er með svörin
Ég er með svörin
Þú ert með mig
Þú ert með mig
Og þú ert með svörin og mig
Og þú ert með svörin og mig
Elsku penni fyrirgefðu mér
Ég haga mér eins og listfræðingur
Eða prestur
Ég veit allt um pensilinn
Ég veit allt um drottinn minn
En ég fæ bara ekki fest hendur á þá
Heldur sit ég hríðskjálfandi á meðan
þessi póstmóderníski djöfull, kaffið æðir um hendur mínar og meinar þeim aðgang að þér.
Elsku penni
Ég reyndi að nálgast þig
Ég speglaði mig í diskókúlunum
Ég tilrakaði á mér yfirvaraskeggið
Ég losaði mig við kynferðislegar fýsnir
En ég hafði ekki hugmynd um þig
Og af virðingu við þig þá þorði ég ekki að labba beint upp að þér og spyrja.
Hver ertu og hvað viltu að ég geri við þig, viltu að ég geri eitthvað við þig?
Þess vegna datt mér í hug að spyrja kaffið, og kaffið var sko alveg til í að tala en það vildi ekki svara mér strax svo það endaði með því að við skeggræddum um þig þangað til ég gjörsamlega kláraði kaffið.
Þá vissi ég hvað þú vildir
Þá vissi ég hvernig ég gæti lagt þig í bæli mitt
Þá vissi ég hvernig væri hægt að spyrja þig og fá speglun
En það var of seint
Kaffið sat eins og djöfullin sjálfur í fórum mínum og sagði
Ég er með svörin
Ég er með svörin
Þú ert með mig
Þú ert með mig
Og þú ert með svörin og mig
Og þú ert með svörin og mig
Elsku penni fyrirgefðu mér
Ég haga mér eins og listfræðingur
Eða prestur
Ég veit allt um pensilinn
Ég veit allt um drottinn minn
En ég fæ bara ekki fest hendur á þá
Heldur sit ég hríðskjálfandi á meðan
þessi póstmóderníski djöfull, kaffið æðir um hendur mínar og meinar þeim aðgang að þér.