

Hvíldardagurinn
Það er sunnudagur í dag
Á sunnudögum fer alkahólistinn á neðri
Hæðinni út í búð og kaupir korn handa smáfuglunum
Á sunnudögum býður amma allri familíunni í hrygg og brúnaðar kartöflur.
Á sunnudögum er gott að spóka sig í miðbænum og horfa á helming landsmanna aka drekkhlöðnum fjölskylduvögnum niður Laugarveginn.
Á sunnudögum er alltaf sól fyrir hádegi
Þar er sunnudagur í dag og verkamennirnir sem fóru út á galeiðuna í gær þurfa ekki að mæta fyrr en átta þrjátíu að því að allir verða jú að halda hvíldardaginn heilagan.