nokkur vísubrot
Nokkur vísubrot
Þessi dagur fær mig dapran til
að doka við og hugsa
Í engu skal ég finna skil
og skyldu mína slugsa
Um Einar Jónsson
Einar barði grjót í göng og fljót
með gullpening í vasa aldrei sást
Ævi hans var litrík ekki ljót
þótt leggðist stundum niður til að þjást.
Um valkostina
Mikið verð ég eldri þegar eigin leiðir fer
angurværð mín virðist geta tært mig inn að skinni
Samviskan hún rotnar hugsun reiðir upp sinn her
rífur sundur allt er farsælt stóð í mínu minni
Æfing
Ég reyni nú að binda saman bálka
því bæði er sálin ung og nokkuð liðug
Þó fyrst ég kveði úfinn eins og álka
þá æfingin er bæði þörf og sniðug.