Popparinn
Það var þegar
að poppið kom
og sótti mig
þá voru sár mín svo hlý
og grunn
að þau höfðu ekki hugmynd
um seltu poppsins
og reynlsugetu
kroppsins.
Ég poppaðist eins og
fluga föst í steikjandi rússíbana
smíðuðum af
hitasljóum
Spánverja.
Ég poppaðist, hugsandi um sprengingarnar
eins og franska ást
er klórar manni á bakinu,
þægilega,
líkt og austulenskt
vændi.
Vaknaði síðan sem
risapopp í
ókunnugri skál
niður í bæ
bíðandi eftir
glefsum
Íslendingsins.