Heimsókn til Saddams
Konungshallir undir kúgun hans rísa,
kuldi og grimmd eru hans mein.
Fallið er fólkið sem borgirnar hýsa,
framselt til himna í boði Hússein.
Herinn réðst inn og mætti litlu hafti,
handsamaði Saddam og drap hans menn.
Synir Hússein sprengdir upp af krafti,
skálaði Bush í víni og gerir víst enn.
Þjóðin var frjáls, þakkaði Allah í leyni,
þorði að ganga um götur óháð stétt.
Forsetinn var bugaður, grillaður með beini
frelsið er staðreynd og öllum er létt.
kuldi og grimmd eru hans mein.
Fallið er fólkið sem borgirnar hýsa,
framselt til himna í boði Hússein.
Herinn réðst inn og mætti litlu hafti,
handsamaði Saddam og drap hans menn.
Synir Hússein sprengdir upp af krafti,
skálaði Bush í víni og gerir víst enn.
Þjóðin var frjáls, þakkaði Allah í leyni,
þorði að ganga um götur óháð stétt.
Forsetinn var bugaður, grillaður með beini
frelsið er staðreynd og öllum er létt.
Samið þegar Hussein fannst í holunni sinni forðum daga... Nú er hann á réttum stað.