Sólargeisli
Sólargeisli

Að kveðja þig er sárara en orð fá lýst,
En í hjarta mínu, þá sé ég veginn.
Við hittumst aftur, það er víst,
Að ljósinu rata hinum megin.

Fögur sál þín lýsir fallega leið,
Flóðlýstur stígur, að degi björtum.
Trú mín læknaði, minna sveið,
Minningin eilíf, í okkar hjörtum.
 
Ólafur Heiðar Harðarson
1978 - ...
Samið í tilefni að útför frænda míns Sigurðar Heiðars Þorsteinssonar, sem lést aðeins tvítugur að aldri.


Ljóð eftir Ólaf Heiðar Harðarson

Heimsókn til Saddams
Skagfirskur söknuður
Dagurinn
Borgarsig
Saklaus uns sekt er sönnuð
Sólargeisli
Von
06.08.06
Lausnin í orðinu