Heimsókn til Saddams
Konungshallir undir kúgun hans rísa,
kuldi og grimmd eru hans mein.
Fallið er fólkið sem borgirnar hýsa,
framselt til himna í boði Hússein.

Herinn réðst inn og mætti litlu hafti,
handsamaði Saddam og drap hans menn.
Synir Hússein sprengdir upp af krafti,
skálaði Bush í víni og gerir víst enn.

Þjóðin var frjáls, þakkaði Allah í leyni,
þorði að ganga um götur óháð stétt.
Forsetinn var bugaður, grillaður með beini
frelsið er staðreynd og öllum er létt.

 
Ólafur Heiðar Harðarson
1978 - ...
Samið þegar Hussein fannst í holunni sinni forðum daga... Nú er hann á réttum stað.


Ljóð eftir Ólaf Heiðar Harðarson

Heimsókn til Saddams
Skagfirskur söknuður
Dagurinn
Borgarsig
Saklaus uns sekt er sönnuð
Sólargeisli
Von
06.08.06
Lausnin í orðinu