Lausnin í orðinu
Hamingjan er orð sem hefur lausn að geyma

Handa þeim einum sem á innihald trúa

Lausnin er mjög einföld, lát aldrei gleyma

Leyfum okkur að finna, sjá og bilið brúa


Þegar lausnin er fundin, þá tekur við lífið

Þangað er stefnt sem hugurinn girnist

Sorgin hverfur niður og þér upp svífið

Samofin ertu orðinu sem aldrei firnist


Ef trúin á hamingjuna er nógu sterk

Ekkert þig bugar, það er sannað

Sagan af orðinu er sönn og merk

Segja þeir er hafa lausnina kannað  
Ólafur Heiðar Harðarson
1978 - ...


Ljóð eftir Ólaf Heiðar Harðarson

Heimsókn til Saddams
Skagfirskur söknuður
Dagurinn
Borgarsig
Saklaus uns sekt er sönnuð
Sólargeisli
Von
06.08.06
Lausnin í orðinu