heiði
áliðið dags

skuggar skýja
hraða sér yfir auðnina

með í för undan vindi:

daufur vaxandi dynur
frá moldarlitum jeppa
sem streðar þrjóskur
upp leiti í fjarska

rótföst í grjótinu

melasól
 
Hjörvar Pétursson
1972 - ...


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan