

áliðið dags
skuggar skýja
hraða sér yfir auðnina
með í för undan vindi:
daufur vaxandi dynur
frá moldarlitum jeppa
sem streðar þrjóskur
upp leiti í fjarska
rótföst í grjótinu
melasól
skuggar skýja
hraða sér yfir auðnina
með í för undan vindi:
daufur vaxandi dynur
frá moldarlitum jeppa
sem streðar þrjóskur
upp leiti í fjarska
rótföst í grjótinu
melasól