Byssó
Oft þá lék
ég mér
að byssum
Ég hljóp upp í kletta
um rjóður og skóga.
Ég hvíldi mig í vari frá
hinu liðinu, móður og másandi.
Því næst tók ég á rás
og skríkti af kátínu, því stundum
vissi ég að ég væri sá eini
sem væri eftir.
Þá varð ég skyndilega svo spenntur að ég varð að hægja
ferðina svo að hitt liðið gæti ekki heyrt hjarta mitt
slá.
Svo faldi ég mig gætilega
og rannsakaði steinana, grasið og veðrið.
Síðan hljóp ég um hraunið
skógivaxið.
Stundum þurfti ég að pissa.
En ég skaut aldrei
Mér fannst áhættan einhvern veginn
aldrei þess virði