hausinn hristist þó hann sé kjur
þó þykir okkur síst gaman að þræta
en ég bara skil hann ekki alltaf
t.d. er hann alveg afskaplega stórgerður
en ég ekki
þannig að ég hreinlega get ekki sett hann í mynd
þar sem hann stendur á sturtugólfinu
rennandi blautur eftir steypibaðið
eins og virðulegur steypireiður
og þurrkar sér fimlega án þess
að komast einu sinni nálægt því
að bleyta baðmottuna
á meðan sit ég
með hjartað í maganum
uppi í sófanum
allur útklíndur í
súkkulaði
þó er eins og mér vaxi kvenhyllin
hraðar þessa dagana
stundum skil ég líka ekki hvernig
allt stritið safnast saman
í rándýr jól
full af ást og hamingju
á meðan ég velti krónum og fimmköllum
blíðlega, fram og aftur í vasa mínu,
kringum getnaðarliminn
laus við alla reisn
nema þá sem undir
honum er komið
en pabbinn
er miklu sterkari en reisn limsins
t.d. þá er vonlaust að halda þeirri reisn
á meðan rætt er við hann
maður nánast bregður burtu
fæti
og kannski er það rangt
kannski er hægt að túlka eitthvað sniðugt
kannski er hatrið sterkari en ástin
kannski eru hugsanir manns, sem hugsar of mikið um ríðingar,
eigingjarnar og svívirðilegar
kannski ætti maður að forðast
sjálfan sig meira
og safna fyrir einhverri hátíð
dauða frelsarans
eða upprisu hans
eða bara fara kurteis á fyllerí
með vini sem sigraðist á andstæðing sínum á einhvern hátt
kannski eru konur til þess að frelsa
kannski er frelsi alls ekki fólgið í einhverju skemmtilegu
kannski er ég ekki nógu nákvæmur í orðavali

en þegar allt kemur til alls
þá er mér skítsama
skítsama um konurnar
ríðingarnar
liminn
og sjálfan mig
en ekki um hann
því ég veit það sem hann veit
og það sem ég veit að hann veit ekki
veit ég nákvæmlega
og þá verður mér vitanlegt
að ef hann væri ég
þá væri hvorugur okkar
víst lengur til í þeirri mynd
sem að við birtumst
veröldinni í dag

en samt sem áður
get ég sagt að mörgum
gæti ég ætlað þann sama skít
og ég ætla stundum honum
og mörgum hef ég gefið
fölskvalausa ást

en sjálfur hef ég ekki list á skít
og lítið vit
á fölskvalausri ást.
 
Viddilitli
1977 - ...


Ljóð eftir Viddilitli

Frægð
Einhvern veginn
Bréf til mömmu(ennþá ópóstsett)
Óraunverulegar konur
Danskur húsgangur
Beiðni
hvíldardagurinn
Kaldhæðni
Í gamla daga
Mæður
nokkur vísubrot
Hláturinn
Gleymska
Can you listen
Köld hönd
Popparinn
Einelti
Flóttamaður( the frontiers are prison)
Atvik!
Byssó
vitneskja
in fact
hausinn hristist þó hann sé kjur
og sýningin heldur áfram
Hlutverk
Blús í H(helvíti)
ég gefst upp
Leikræn tjáning skíthælsins
Stærðarhluttföll afstæðinga
Neonbleik minning
Helgarpabbablús
Það að vakna hlýtur að skipta máli er það ekki
ambíent og tímaritaklippa
Teknóboltinn
hmmm!
Satan
Herðapúðar hótelsstarfsmanns.
Afhverju afi?
Hans hinsta kveðja
Syndsamlegt líferni mitt nær hámarki
Við viljum
Welskt þjóðlag
Í lífsins ólgusjó
Ritskoðun
Lítið ljóð um Terry enskukennara í MH
Misstígur
Bisnessvísa
Varanleikinn er hálka
Dauðinn
Köllun
Ástin mín
Sund
Jón eða séra jón
Stríð
Tíminn
Ljóð
Órökrétt samhengi
Hugleiðing um ástand
Salarstemming.
Takkið
Saga sveitamanns
Af vinum skulum þér þekkjann
Á barmi annars hugar
Hugmyndir
Ég sakna líka.
Reglur um ljóð
Ljóðganga
Guðfræði á byrjunarstigi
Ísland er líka á alnetinu
Sú tilfinning að frelsast
Innöndun
Að bæta við ljóð
Heimilislegheit
Stafsetningaræfing
Ótitlaður tittlingaskítur
Íslenskt landslag
o
útsett innáhöld
Hlustað á raddir hjartans
um mann
Íslenskt baktjaldamakk
Kostir og ókostir
Á eða ekki
Enn ein hugmyndin
Zetan varð mjög snarlega útundan.
Maður í lífinu
Æfing í alvöru
Blablabla
Koníak
Skrambinn
Lipri Ísfirdingurinn
Dauði
Afturgangan
Rapplag ,Sezar A
Friður
Hringrás
Verkur
Líf höfundar
Endurminningar
Maður dettur í poll
Búmm!