

Sem ég ligg hér
andvaka
undir súð
í gömlu húsi
verður mér hugsað til þín
í ræsinu handan árinnar
hvar þú situr meðal jafningja
og mænir slompuðum augum
upp í gluggann til mín
að sjá hvort kvikni nú ljós
eða lífsneisti
Vorkenndi ég þér?
Kannski
Fyrigaf ég þér?
Sennilega
Þú varst efnisvinur
lykillinn að földum fjársjóði
á framandi strönd
núna ertu bara
framandi
þambandi ógeð
á Kaffi Skít
við Red River Street
og ennþá
svo sorglega fá skref
frá Draumnum
andvaka
undir súð
í gömlu húsi
verður mér hugsað til þín
í ræsinu handan árinnar
hvar þú situr meðal jafningja
og mænir slompuðum augum
upp í gluggann til mín
að sjá hvort kvikni nú ljós
eða lífsneisti
Vorkenndi ég þér?
Kannski
Fyrigaf ég þér?
Sennilega
Þú varst efnisvinur
lykillinn að földum fjársjóði
á framandi strönd
núna ertu bara
framandi
þambandi ógeð
á Kaffi Skít
við Red River Street
og ennþá
svo sorglega fá skref
frá Draumnum