samkennd
Fyrir þig
mun ég skera af mér punginn
troða í brjóstahaldarann
og mjólka
Svo þú finnir til samkenndar.

Fyrir þig
mun mér blæða í viku
raka af mér líkamshár
með öllum mögulegum sársaukafullum aðferðum.
Svo þú finnir til samkenndar.

Fyrir þig
tala ég máli þeirra
sem hugsa eins og þú,
gleymi gömlum vinum
með þykkan böll á milli lappanna
til að þeir mengi mig ekki
með lögum og reglum karlmennskunnar.
Svo þú finnir til samkenndar

Fyrir mig
áttu að bíta
úr mér tunguna
svo ég slysist ekki til játninga
og þú munir ekki njóta mín.
Svo ég finni til samkenndar


 
Snærós
1991 - ...


Ljóð eftir Snærós

Feimin ást
Salti nuddað í sárin (grenjandi)
Hvísl
Frost
Paradís
Feita línudansmærin
Nótt í sveit
Utopia
Einmana (einhuga)
Þrá
(nafnlaust)
söknuður
Blekking
Þungun
einleikur
fæðing
ást?
undirgefni elskhuginn
ofnæmi
regn
huggun
hrokafullar játningar
síld
syndajátning
þankahríð
jórtur
öfund konu-ngs
fósturlát I
fósturlát II
samkennd
falskar vonir
viðhaldslaus
hlustir
krakalákíríkú
Eyrarún
siðleysi
þrútnandi