Íslands minni
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og gumar girnast mær,
gljár sól á hlíð.

- - -

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upplyfti, biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.  
Bjarni Thorarensen
1786 - 1841
- brot -


Ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Sigrúnarljóð
Til Jóns prests Þorlákssonar
Stjörnuskoðarinn
Veturinn
Kysstu mig hin mjúka mær
Um Fljótshlíð
Kossar
Hinir látnu
Solatium
Ísland
Íslands minni