Esjan (með allt á hornum sér)
I
Snemma morguns þegar drykkjunni lýkur skríðurðu heim niður hlíðarnar og skjálfandi (hvers konar eiginlega helvítis skáld höndlar ekki nokkurra daga drykkjutúr???)– þegar ég mæti aftur til vinnu viku síðar nýrakaður baðaður geðklofinn og sofinn kurteis bendi túristunum á fjall sem frægur íslendingur reisti hér í denn, nýkominn úr fylleríistúr frá Noregi, reisti fjall og reið sjálfum sér í rassgatið með því–
Ekkert gamanmál þetta að ganga upp í mót með bokkurnar á bakinu uppljómaður framkvæmdum upp hjalla þessa glaða fjalls – Við kýldum hvor annan í mesta bróðerni, frussuðum hvor á annan í mesta bróðerni, ultum niður brekkurnar og lágum hálfgrátandi við fjallsrætur öskrandi ástaryfirlýsingar í mesta bróðerni– klífum ekki fjöll því okkur líður betur sitjandi en standandi og beinlínis herfilega gangandi uppímót
(Robert Bly mælist til þess að karlmenn skeyti skapi sínu á jörðinni en skilur ekki að eigi höggin að innihalda merkingu verða þau að skella á kjömmum þeirra sem okkur þykir vænst um–okkur verður að standa á sama)
Vindurinn rekur ekki kýrnar heim það verðum við að gera sjálfir vindurinn rekur öldurnar upp bæjarlækinn gefur landinu gúmorren og hvæsir „Þú lítur út eins og róni! Hvað á ég að fara með þig svona útlítandi? Sjálfur treysti ég mér ekki inná Kaffi Austurstræti” skrúfar niður bílrúðuna veifar keyrir aftur heim það rýkur úr púströrinu eins og salti núið í sárið
–(eftir situr þú og enginn til að keyra þig heim)
Og þér líður eins og Anton Helgi hafi ort þig, kjánalegt að vera ljóð en ekki sköpunarverk vera fjall en ekki málverk víðáttubrjálað mar og ísaldarbólga á kinnbeini landsins– uppí rassgatinu á íslenskum víkingi! strand úti á landi
II
Komdu uppí sveit kysstu brönugrösin og drekktu te úr grjóti því Stúlkur borgarinnar eru bara gulir sleikipinnar þegar sól rís og ég rís bara svona líka stæðilegur á fætur með geirvörtur í augunum– út af barnum sem er yfirgefinn eins og fjöllin– hleyp út og sting mér oní gjótu til að vera þar alltaf núna –kem aldrei aftur– ég nálgast aldrei dyrnar að kompunni minni án þess að gnísta tönnum þess sem vildi sjá endalok næturinnar önnur
Aftur til náttúrunnar, sný aftur til náttúrunnar og ligg á hnjánum eins og Whitman: dái fíngerð blöð yðar ó Náttúra þegar tíu sentimetra hátt vatnsfallið glutrar sér milli grjóta– rúlla mér upp á tvo fætur í svefnpokanum og hoppa samfættur fyrir hornið til að vera viss; vera viss að ég sé nú einn nema svanirnir og nema blaðlúsin og vatnsfallið nema rólegheiturnar og nema grasmaðkurinn og moldin og nema tunglið nema ég
Snemma morguns þegar drykkjunni lýkur skríðurðu heim niður hlíðarnar og skjálfandi (hvers konar eiginlega helvítis skáld höndlar ekki nokkurra daga drykkjutúr???)– þegar ég mæti aftur til vinnu viku síðar nýrakaður baðaður geðklofinn og sofinn kurteis bendi túristunum á fjall sem frægur íslendingur reisti hér í denn, nýkominn úr fylleríistúr frá Noregi, reisti fjall og reið sjálfum sér í rassgatið með því–
Ekkert gamanmál þetta að ganga upp í mót með bokkurnar á bakinu uppljómaður framkvæmdum upp hjalla þessa glaða fjalls – Við kýldum hvor annan í mesta bróðerni, frussuðum hvor á annan í mesta bróðerni, ultum niður brekkurnar og lágum hálfgrátandi við fjallsrætur öskrandi ástaryfirlýsingar í mesta bróðerni– klífum ekki fjöll því okkur líður betur sitjandi en standandi og beinlínis herfilega gangandi uppímót
(Robert Bly mælist til þess að karlmenn skeyti skapi sínu á jörðinni en skilur ekki að eigi höggin að innihalda merkingu verða þau að skella á kjömmum þeirra sem okkur þykir vænst um–okkur verður að standa á sama)
Vindurinn rekur ekki kýrnar heim það verðum við að gera sjálfir vindurinn rekur öldurnar upp bæjarlækinn gefur landinu gúmorren og hvæsir „Þú lítur út eins og róni! Hvað á ég að fara með þig svona útlítandi? Sjálfur treysti ég mér ekki inná Kaffi Austurstræti” skrúfar niður bílrúðuna veifar keyrir aftur heim það rýkur úr púströrinu eins og salti núið í sárið
–(eftir situr þú og enginn til að keyra þig heim)
Og þér líður eins og Anton Helgi hafi ort þig, kjánalegt að vera ljóð en ekki sköpunarverk vera fjall en ekki málverk víðáttubrjálað mar og ísaldarbólga á kinnbeini landsins– uppí rassgatinu á íslenskum víkingi! strand úti á landi
II
Komdu uppí sveit kysstu brönugrösin og drekktu te úr grjóti því Stúlkur borgarinnar eru bara gulir sleikipinnar þegar sól rís og ég rís bara svona líka stæðilegur á fætur með geirvörtur í augunum– út af barnum sem er yfirgefinn eins og fjöllin– hleyp út og sting mér oní gjótu til að vera þar alltaf núna –kem aldrei aftur– ég nálgast aldrei dyrnar að kompunni minni án þess að gnísta tönnum þess sem vildi sjá endalok næturinnar önnur
Aftur til náttúrunnar, sný aftur til náttúrunnar og ligg á hnjánum eins og Whitman: dái fíngerð blöð yðar ó Náttúra þegar tíu sentimetra hátt vatnsfallið glutrar sér milli grjóta– rúlla mér upp á tvo fætur í svefnpokanum og hoppa samfættur fyrir hornið til að vera viss; vera viss að ég sé nú einn nema svanirnir og nema blaðlúsin og vatnsfallið nema rólegheiturnar og nema grasmaðkurinn og moldin og nema tunglið nema ég
Úr nýútkominni ljóðabók, Heimsendapestir, hana má kaupa með því að senda póst á netfangið nyhilling@hotmail.com (og fá þá frekari upplýsingar)