Bróðir minn (e)
Bróðir minn komst í kast við lögin,
braut rúður í slökkvibíl.
Pabbi kom askvaðandi inn á stöð
beint úr vinnunni
tók drenginn í faðm sér
og sagðist skyldu slá allar löggurnar í rot
ef þær létu sér nokkurntímann detta í hug
að angra fjölskylduna aftur.

Stuttu seinna stal ég klámblaði úr bókabúð
í trausti þess að pabbi stæði
við gefin loforð.

 
Eiríkur Örn Norðdahl
1978 - ...
Úr nýútkominni ljóðabók, Heimsendapestir, hana má kaupa með því að senda póst á netfangið nyhilling@hotmail.com (og fá þá frekari upplýsingar)


Ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl

Öll konan
Esjan (með allt á hornum sér)
Bróðir minn (e)
Job af skáldi
Sexær drápa fyrir Sölva Björn Sigurðarson -ort undir finnskum tregahætti
Nafnlaust
Í leikhúsi (drög að frumvarpi)
Tígrar eru töff
Glápt
Ástir og ananas
Að frelsa heiminn
Ekki þessi orð
Hver má muna sitt fífl fegurra?
...og orðið var Clint
Heimsendapestin
[Nafnlaust] nr. 2
Varir skáldsins
Það er skuggsælt bakvið skítinn
Gull
Maður ríður vini sínum